Um verkefnið og styrktaraðila

Lengi hefur verið skortur á hagnýtu fræðsluefni á íslensku um kynheilbrigði og færni í daglegu lífi, fyrir ungt fólk með þroskafrávik. Af þeim sökum var farið af stað með þetta verkefni.

Í byrjun voru fjórar lífsleiknisögur samdar út frá upplýsingum sem fengnar voru með viðtölum við 10 ungmenni á aldrinum 14-21 árs (8 stúlkur og 4 drengi) með röskun á einhverfurófinu. Auk þess var rætt við nokkra foreldra um sama efni.

Spurningin sem lagt var upp með var eftirfarandi: Hvað þarf helst að varast eða fá fræðslu um í tengslum við netnotkun og ástarsambönd að mati viðmælenda?

María Jónsdóttir ásamt Guðrúnu Þorsteinsdóttur félagsráðgjafa og Laufeyju Gunnarsdóttur þroskaþjálfa tóku viðtölin og greindu þörf. Unnin voru ákveðin þemu úr viðtölunum, sem birtast í sögunum um Netnotkun, Sjálfsmynd og Samskipti (Sambönd og Vinátta).

Hinar sögurnar voru samdar með það fyrir augum að mæta þörf fyrir aukið framboð á fræðsluefni um kynheilbrigði og færni í daglegu lífi fyrir ungmenni með röskun í taugaþroska.

Velferðarráðuneytið er aðalstyrktaraðili verkefnisins. Soroptimistafélag Reykjavíkur og minningasjóður Þorsteins Helga Ásgeirssonar styrktu verkefnið einnig að hluta og kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir.

Við viljum ennfremur þakka þeim fjölmörgu sem lásu efnið yfir og komu með gagnlegar ábendingar og tillögur.

Ágóðinn af sölu fræðsluefnisins verður notaður til að standa straum af útistandandi kostnaði við gerð vefsins og áframhaldandi vinnu í tengslum við hann og væntanlegt efni.

 

 

pkipoipoipo