Um okkur

Markmið Leikni ehf. er að búa til auðlesið og myndskreytt fræðsluefni  fyrir fólk með frávik í taugaþroska. Nú hefur fyrsti hlutinn litið dagsins ljós og meira er væntanlegt innan tíðar. Sögurnar eru samdar af þeim Maríu Jónsdóttur félagsráðgjafa og  Guðrúnu  Þorsteinsdóttur félagsráðgjafa.  Þá kom Laufey Gunnarsdóttir þroskaþjálfi og einhverfuráðgjafi einnig að verkefninu á fyrstu stigum þess. Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson sá um teikningar í sögunum. Erna Torfadóttir handavinnukennari hannar og saumar kennsludúkkurnar.

 

 

María útskrifaðist með starfsréttindi í félagsráðgjöf árið 1997 frá Háskóla Íslands og með MA gráðu frá sama skóla árið 2010. Hún hefur unnið hjá Greiningar-og ráðgjafarstöð ríkisins frá 2013 en starfaði áður sem félagsráðgjafi hjá Ás styrktarfélagi í 14 ár. Hún var einnig stundakennari við HÍ frá 2007-2013. María hefur tekið þátt í þróunarverkefnum sem snúa að kynfræðslu fyrir fólk með þroskafrávik  bæði hér á landi og erlendis. Þá hefur hún ritað í bækur og greinar og sótt fjölmörg námskeið um þetta efni.

 

 

 

Guðrún er uppalin á landsbyggðinni en flutti til Reykjavíkur til að feta námsveginn og hefur búið þar síðan. Útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 1996 og með MA gráðu í félagsráðgjöf árið 2010. Hún hefur unnið á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins frá árinu 2000. Hefur einnig verið stundakennari við Félagsráðgjafardeild HÍ undanfarin ár. Guðrún hefur tekið þátt í rannsóknaverkefnum, m.a. í samstarfi við HÍ og ritað greinar og efni í bækur, sem aðallega tengist fjölskyldum barna með þroskafrávik.

 

 

 

Sigmundur er útskrifaður úr diplómanámi í teikningu frá myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2012 og útskrifaðist Summa Cum Laude með BFA gráðu í Illustration with an emphasis on entertainment úr Laguna College of Art + Design í Kaliforníu árið 2015. Sigmundur hefur áhuga á öllu sem viðkemur myndrænni tjáningu og sérhæfir sig í að vera myndrænn sögumaður. Hann hefur unnið sem sjálfstæður teiknari síðastliðin 5 ár skapandi kápumyndir og myndskreytingar fyrir hina og þessa.

 

 

 

pkipoipoipo