Á þessum vef má finna efni sem nýtist vel í kynfræðslu og lífsleiknikennslu fyrir ungmenni með frávik í taugaþroska

 


Mannréttindabarátta fatlaðs fólks  hefur meðal annars snúist um réttinn til að taka virkan þátt í samfélaginu, til dæmis í menntun, tómstundum, fjölskyldulífi, atvinnulífi og stjórn á eigin lífi.

Fræðsla og forvarnir eru mikilvægt tæki til að efla þátttöku fatlaðs fólks og leiðbeina því í hinu margbreytilega samfélagi sem við búum í. Fræðsla hjálpar fólki meðal annars til að læra í hverju réttindi felast, hvað er æskileg hegðun í mismunandi aðstæðum og hvað ber að varast í hinum flókna heimi samskipta og samskiptamiðla.

Fræðsluefnið þarf oft að vera auðlesið, myndskreytt og einstaklingsmiðað. Hefðbundið fræðsluefni hentar ekki alltaf fólki með frávik í taugaþroska.

Þessi vefur er hugsaður til að bæta úr skorti á fræðsluefni um samskipti og kynheilbrigði fyrir þennan hóp, aðstandendur og leiðbeinendur. Á vefnum má finna myndskreyttar lífsleiknisögur og annað kennsluefni, auk ráðlegginga um þætti sem gott er að hafa í huga þegar verið er að fjalla um viðkvæm mál.

 

splash

 

pkipoipoipo